146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

Þjóðhagsstofnun.

199. mál
[16:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er einmitt einstaklega hrifinn af því sem fjallað er um í frumvarpinu, að stofnunin heyri undir Alþingi. Þetta er skipulag sem í raun skortir mikið á, að við séum ekki komin undir ráðuneytin sem starfa í okkar þágu, ráðherrana og ráðuneytin sem sinna ákveðinni þjónustu. Það er valdaskipulag þar á milli sem er erfitt að hrófla við. Að hafa stofnun undir Alþingi sem getur hjálpað okkur að fylgjast með þeim áhættuþáttum sem varða t.d. efnahagsstefnuna er mjög mikilvægt atriði, að ég tel. Eftir því sem ég fæ best séð fær þetta frumvarp atkvæði mitt.