146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

þingsköp Alþingis.

202. mál
[17:11]
Horfa

Flm. (Birgitta Jónsdóttir) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka ábendingarnar og vil benda þingmanninum á að með þessum breytingum er lagt til að þingmenn geti kallað mál til baka, þannig að ef þeir vilja leggja þau fram aftur þá geta þeir gert það. Það er engin ástæða til að óttast, hv. þingmaður, tekið er á þessu í frumvarpinu.

Þegar frumvarpið var skrifað var reynt að taka á þeim áhyggjum sem fram hafa komið á ýmsum stigum þegar málið hefur verið rætt á Alþingi. Þó svo að þetta hafi ekki verið rætt beint eins og núna hef ég og margir aðrir þingmenn ítrekað rætt þetta mál í þessum ræðustól. Þetta gæti verið pyttur sem hægt væri að falla í en tekið er á því í frumvarpinu. Í ljósi þess að það hefur verið gert geri ég ekki ráð fyrir öðru en að þingmenn Vinstri grænna styðji þetta mál.