146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

athugasemdir forseta um orðalag þingmanns.

[15:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Ég vil kannski bæta við ef forseti gæti vísað í þær greinar þingskapalaga sem styðja þá ákvörðun um að biðja þingmanninn að gæta að sér. Í þingskapalögum er vissulega hægt að gera slíkt, t.d. ef menn fara með brigslyrði. Ég hef spurt lagaskrifstofu þingsins hvað það þýði og það er mjög óljóst. En við þurfum að fá það á hreint frá forseta nákvæmlega hvað hann meinar og vísun þá í hvaða greinar, hvar hann fær heimild til þess í rauninni að vera með ákveðin kulnunaráhrif á orðræðu þingmanna í þingsal.