146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

athugasemdir forseta um orðalag þingmanns.

[15:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ég verð að taka undir það. Ég átta mig ekki á því hvað það var sem hv. þingmaður sagði sem stuðaði forseta. Mér er farið að finnast þetta býsna sérkennilegt. Hér má ekki nota tiltekin orð, hér þarf maður helst að vera í dressinu, samkvæmt gömlum siðum. En það er allt í lagi að segja ósatt, allt í lagi að neita að svara. Ég held að Alþingi ætti miklu frekar að huga að því hvort menn segja yfir höfuð satt frekar en hvaða orð menn nota. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)