146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[17:04]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill upplýsa um það að í 70. gr. laga um þingsköp, sem eru leikreglur þingsins, segir, eins og ræðumaður benti á í andsvari sínu:

„Forseti getur leyft þingmönnum að veita stutt andsvar við einstökum ræðum strax og þær hafa verið fluttar. Skal þá sá er vill svara bera fram ósk um það við forseta. Andsvari má einungis beina að máli ræðumanns en ekki öðru andsvari.“