146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[17:07]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé kærlega fyrir að geta farið yfir þetta mál og sett í samhengi. Það er alveg rétt hjá honum, það þarf, má og verður að skoða þetta mál í samhengi við hvernig tekjustofnar sveitarfélaga eru byggðir upp, hver megintilgangur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er og hvernig það frumvarp sem hér er til umfjöllunar snertir á því máli. Ég er ánægður með að hv. þingmaður lýsi hér yfir vilja sínum til að skoða það vandlega í hv. umhverfis- og samgöngunefnd. Ég hlakka til samstarfs við hann um það.