146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

kosningar til sveitarstjórna.

258. mál
[18:52]
Horfa

Flm. (Pawel Bartoszek) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal reyna að bregðast við þessu. Það er ekkert í ræðu hv. þingmanns sem ég er ósammála. Það er alveg rétt að erlendir ríkisborgarar eru um það bil 8% allra landsmanna og ég held að vel færi á því, þegar við útvíkkum þennan rétt, að láta hann ná til stórs hóps fólks, ekki einungis miða við Norðurlandabúa. Norðurlöndin voru atvinnusvæði sem við bjuggum til. Við bjuggum til sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Það var það svæði sem við litum til. Í dag er þessi sameiginlegi vinnumarkaður Evrópa. Þess vegna þótti rétt að miða við það.

Að öðru leyti þakka ég þingmanninum kærlega fyrir hennar andsvar.