146. löggjafarþing — 47. fundur,  23. mars 2017.

uppbygging að Hrauni í Öxnadal.

193. mál
[14:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka öllum ræðumönnum hér fyrir einstaklega fróðlega umræðu. Ég get sagt, sem þingmaður sem búið hefur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi, því miður, [Hlátur í þingsal.] að mér finnst þetta einstaklega góð hugmynd. Það er alla vega ekkert kjördæmapot hér á ferð. En ég sakna þess eiginlega að ekki skuli vera fleiri hérna. Það eru þó nokkrir þingmenn sem ég held að hefðu grætt mjög mikið á þeim fyrirlestrum sem verið hafa hér. Ég tel mig vera ríkari eftir að hafa hlýtt á þá. Ég vildi bara nýta tækifærið til að taka undir þetta sem þingmaður utan Norðausturkjördæmis og segja að ég styð málið.