146. löggjafarþing — 47. fundur,  23. mars 2017.

uppbygging leiguíbúða.

285. mál
[16:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Flutningsmaður nefndi að til að mæta eftirspurn eftir húsnæði þyrfti að byggja 8.000–10.000 íbúðir fyrir árið 2019. Nýleg greining Þjóðskrár sýndi einnig fram á að bjartsýnasta matið væri 5.000, áætluð líkleg þörf 8.000, og svartsýnisspá jafnvel 11.000. Það er rosalega gagnlegt að setja þann íbúðafjölda í samhengi við eitthvað sem við þekkjum. 8.000 íbúðir þýðir að við þurfum að byggja Akureyri. Það er skuldin sem við erum í í íbúðum. Til þess að mæta árlegri þróun þurfum við að byggja 2.000 íbúðir bara til þess að mæta fólksfjölgun. Við erum því ekki nema fjögur ár í skuld, en fjögur ár þýða að við byggjum Akureyri. Ef við förum í svartsýnu spána, 11.000, þurfum við að byggja heilan Hafnarfjörð, það er skuldin og þurfum í rauninni að fara strax að byggja.

Ég spyr því: Af hverju ekki fleiri en þúsund?