146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

viðvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Er það tilviljun að hæstv. umhverfisráðherra er ekki hér í dag? Ég veit það ekki. Ég vona þó að svo sé vegna þess að ef hún hefur ekki lögmæt forföll er þetta í fyrsta lagi dónaskapur gagnvart þingmönnum, sem reiknuðu með að hún yrði hér til svara, og þetta er náttúrlega óforskammað gagnvart þjóðinni sem bíður eftir að hún gefi skýringar í því máli sem nú er uppi í Reykjanesbæ. Hér hefur áður komið fram að það er tuttuguföld arsenikmengun á við það sem reiknað var með þegar starfsleyfið var gefið út. Þetta er krabbameinsvaldandi efni. Ef ráðherra hefur ekki lögmæta afsökun ber henni að koma strax hingað niður eftir.