146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

einkavæðing Keflavíkurflugvallar.

[15:16]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Þá er ekki úr vegi að spyrja: Hefur mikið skattfé farið í þessa uppbyggingu? Samkvæmt forstjóranum er þetta í rauninni greitt með eigin fé og lánsfé og engin ríkisábyrgð þar.

Hefur ráðherrann einhverja hugmyndir um hvaða aðilar væru í stakk búnir til að koma inn í slíkt verkefni? Hefur hún velt því fyrr sér hver staða ríkisins er í jafn mikilvægum rekstri og Keflavíkurflugvelli ef einkaaðilar fara með þetta á versta veg?

Að lokum. Þekkir ráðherra þær afleiðingar sem hrun einkarekinna banka hafði á íslenskt efnahagslíf, íslensk heimili, íslenskan almenning? Á hvern fellur þetta þá þegar einkaaðilar renna á rassinn?