146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

bann við kjarnorkuvopnum.

53. mál
[18:07]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn og þakka hæstv. ráðherra seint komið svar. Ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra hefur gert sér grein fyrir því, rifjandi upp einhverja sigra í Höfða og stefnu síðustu áratugina, að kjarnorkuveldum hefur fjölgað. Það er ekki eins og það hafi náðst neitt sérstaklega mikill árangur eftir þeim leiðum sem hafa verið reyndar undanfarin ár og áratugi. Ég hefði kosið að Ísland með sinn friðarboðskap sem hér er talað um, sem er oft meiri á hátíðarstundum en í raunveruleikanum, tæki þátt í öllum þeim aðgerðum, leiðum, ráðstefnum, sem mögulegt væri að taka þátt í til að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Skipti þá engu máli hvort kjarnorkuvopnaveldin (Forseti hringir.) væru þar með eða ekki. Þetta er ekkert einkamál þeirra. Þetta er mál allra okkar sem byggjum þessa jörð.