146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:19]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir þetta. Í sakleysi mínu, nýorðinn þingmaður, hélt ég að þetta væri kannski allt eins og þetta ætti að vera en fannst skrýtið að hér er salurinn nánast tómur. Og við erum að fjalla um eitt mikilvægasta málið sem er til umræðu á þessu þingi. Mér sýnist einn stjórnarliði vera í salnum. Hvar eru allir ráðherrarnir? Látum vera þó að hæstv. fjármálaráðherra hafi brugðið sér á snyrtinguna, ég veit það ekki, en hann er þó kominn hingað og hlýtur að sitja hér áfram, en hitt er náttúrlega eiginlega bara til skammar og sýnir að stjórnarliðarnir eru viljalaust verkfæri ríkisstjórnarinnar núna. Sérstaklega er þetta furðulegt vegna þess að mér sýnist að í þessari fjármálastefnu sé búið að beygja meðreiðarflokkana tvo algjörlega undir.