146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:28]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er búinn að sitja niðri í þingflokksherbergi og undirbúa mig fyrir ræðu mína um þetta mál og fylgjast með umræðunum hér. Það sem mér finnst svolítið merkilegt er að það virðast ekki nema tveir þingmenn úr stjórnarmeirihlutanum hafa sett sig á mælendaskrá. Þetta er rosalega mikilvægt mál, að við ræðum það vel og til hlítar. Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan botn í málið og ég óska eftir því að fleiri stjórnarþingmenn komi á mælendaskrá vegna þess að þetta er umræða sem við verðum öll að taka. Við verðum öll að eiga þetta samtal saman. Það er afar gott að hæstv. fjármálaráðherra hafi séð sér fært að mæta en við þurfum öll að vera hérna, við þurfum öll að eiga þetta samtal. Það er allt í lagi að sitja niðri í þingflokksherbergi og vinna að ræðu sinni en við verðum að taka eftir og fylgjast með.