146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:38]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka góðar spurningar. Vextirnir eru tvímælalaust vandamálið frekar en skuldastaða ríkissjóðs í raun. Þegar við berum saman skuldastöðu ríkissjóðs við það skuldahlutfall af vergri landsframleiðslu sem er ráðlagt til að halda ákveðnum markaði í gangi erum við ekkert það langt frá því, alla vega ekki í lok tímabilsins. Áhersla á að lækka vaxtaprósentuna af lánunum er að mínu mati aðalmarkmiðið frekar en að lækka skuldina sem slíka, það er vaxtakostnaðurinn sem er meiri.

Hvernig á að ná 1,6% ef ekki verður sami hagvöxtur og búist er við? Það er einfaldlega samkvæmt stefnunni að því markmiði verði náð með því að selja banka. Ég held að það sé það sem stefnan segir til um. Ég myndi giska á það. Ég veit ekki hvernig ætti að ná því öðruvísi.