146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:19]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, við erum bara nokkuð sammála um þetta, ég og hv. þm. Björn Leví. Eins og ég sagði í fyrra andsvari er álit okkar í 4. minni hluta ekki endilega að meginmarkmið eigi að vera að selja bankana. En þegar til þess kemur, maður heyrði ekki betur en að það standi til, verði öll umgjörðin vönduð. Hún verður að vera þannig að traust sé til staðar, samfélagsleg sátt, sem var t.d. ekki til staðar nýverið þegar hlutur í Arion banka var seldur. Sú aðferðafræði sem þá var beitt gróf enn frekar undan trausti. Átta ár eru stuttur tími. Við erum viðkvæm sem þjóð. Menn verða að vanda sig. Það skiptir miklu máli.

Eins og ég sagði áðan höfum við rætt um traust, gegnsæi og (Forseti hringir.) að verja arðinum skynsamlega til að takmarka þensluáhrif.