146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:38]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Ástu Guðrúnu Helgadóttur andsvarið. Mér þykir leitt ef ég hef verið óskýr hér áðan. Þetta er ekki það sem ég vildi koma frá mér. Það sem ég vildi sagt hafa, og taldi mig reyndar hafa sagt, er að þeir 140 milljarðar sem lagðir eru til grundvallar fjármálastefnunni, og þar með lækkun vaxtakostnaðar, eru samsvarandi þeirri fjárhæð sem kemur út úr bönkunum á þessu ári í arðgreiðslur, margfaldað með fjórum kemur þessi fjárhæð. Þessi fjármálastefna eins og hún lítur út hér er þannig ekki bundin sölu ríkiseigna. Við stefnum hins vegar að henni en það liggur ekki endilega til grundvallar að selja bankana. Svarið er einfaldlega: Nei, ekki er búið að taka ákvörðun um að selja bankana á næsta eina ári eða tveimur.