146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:31]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér líður stundum, sér í lagi við umfjöllun þessa máls, eins og við séum komin í eitthvert „Catch 22“, með leyfi forseta, búin að búa til vandamál sem er í raun og veru óleysanlegt. Við vitum að meiri hlutinn mun vitna í fjármálastefnuna til að réttlæta það sem fer fram í fjármálaáætluninni sem réttlætir það síðan hvernig fjárlög næsta árs munu líta út og þar fram eftir götunum.

Hvernig stendur á því að grunnplaggið okkar er jafn þunnt og raun ber vitni? Er þetta til sóma? Þurfum við ekki að vera með betri heildarsýn? Fyrir utan að mér finnst alveg ótrúlegt að þingið ætli ekki að setja sitt mark á fjármálastefnu næstu fimm ára. Mér þykir ótrúlegt að það eigi bara að samþykkja þetta án nokkurra breytinga frá fjármálaráðuneytinu. Í raun er það ríkisstjórnin sem er að búa til þingsályktunartillögu (Forseti hringir.) og við eigum bara að vera stillt og þæg og stimpla þetta. Hvað finnst hv. þingmanni um það?