146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[20:55]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Áætlunin birtist okkur á föstudaginn. Hún þarf að taka mið af þessari stefnu. Það sem birtist í þessari stefnu vekur manni svolítinn ugg varðandi það sem gerist á föstudaginn. Aðalatriðið er að við stöndum við það að koma hér á félagslegum stöðugleika, byggja upp innviði, heilbrigðiskerfi, menntamál, eins og allir flokkar lofuðu fyrir kosningar. Við höfum ekki efni á því, alla vega ekki samkvæmt þessari fjármálastefnu, að gera það ef héraðsbrestur verður og eitthvað alvarlegt gerist í þjóðarbúskapnum, sem mun auðvitað fyrr eða síðar gerast tímabundið.