146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[21:05]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að ég upplýsi ekki um fávisku mína, en ég býst við að samgönguáætlun hafi eitthvað að gera inn í atvinnuveganefnd og nefndir er varða nýsköpun og svoleiðis. Ég er að reyna að fá ytra álit nefndarmanna í öðrum nefndum utan þeirra sem fjalla beint um fjárlagagerðina hvernig þeir ætli að nýta sér hlutina. Fjármálastefnan sem núna á að liggja til grundvallar áætluninni, og á að taka til umfjöllunar á næstunni, á að nýtast sem ákveðin stoð. Ég giska í rauninni á að hún hjálpi ekki neitt. Ég er kannski að athuga hvort hv. þingmaður sé sammála mér um það. Vegna þess að mér finnst vanta einmitt mikið í þessa fjármálastefnu sem maður getur lagt til grundvallar frekari áætlunargerð.