146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:08]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála. Ég var hér til miðnættis í gær í samtali við forseta þingsins, hv. þm. Steingrím J. Sigfússon. Við áttum einmitt þetta samtal um hvort lög um opinber fjármál séu kannski stjórnarskrárbrot. Það er alveg ástæða til að skoða það hvort ekki þurfi með einhverju móti að reyna að laga þá galla sem þar eru þannig að það sé algjörlega skýrt að það sé Alþingi sem ræður því hvernig peningum er ráðstafað. Það er algjört lykilatriði. Þetta er ekki einkamál embættismanna, jafn fínir og þeir nú eru. Þetta má ekki vera einkamál þeirra. Eigum við ekki bara að taka höndum saman og laga þetta snöggvast?