146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:35]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Endurtekningar eru góðar. Leiðbeinandi minn í námi útskýrði það dálítið fyrir mér að það er nauðsynlegt að endurtaka sig til þess að skilaboðin komist nægilega vel til skila. Hann orðaði það nokkurn veginn á þennan hátt: 1. Byrjaðu á því að segja þeim hvað þú ætlar að segja þeim. 2. Segðu þeim það. 3. Segðu þeim síðan hvað þú varst að segja þeim.

Þetta var atriði númer 2 og þá að atriði númer 3: Ég var að reyna að útskýra fyrir ykkur hvernig endurtekning er mjög mikilvæg í öllu ferlinu, að átta sig á því hvað ég er að reyna að tjá mig um, hvernig aðrir geta þá svarað jafnvel og spurt betur hvað ég átti við til þess að ég geti betur útskýrt mig aftur og enn einu sinni.

Endurtekningar eru nauðsynlegar til þess að við komumst niður á sameiginlegan skilning um það hvað við erum að reyna að tjá okkur um.

Tungumálið er nefnilega dálítið ónákvæmt tæki og við þurfum oft að endurtaka okkur (Forseti hringir.) til að vera viss um að allir skilji hverju við erum að reyna að koma á framfæri.