146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

rannsókn á sölu ríkisbankanna.

[10:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr af því að það er ekki komið af stað. Varðandi gögn Ríkisendurskoðunar um Hauck &Aufhäuser þá hefur skýrslan sem kom út í gær sýnt fram á að eitthvert misræmi er þar á. Því er vert að spyrja í framhaldinu: Er þá ekki nauðsynlegt að fara í eins nákvæma rannsókn og rannsóknarnefndin sem skilaði í gær fór í til að sannfæra okkur um að allt sé eins og það á að vera?

Forsætisráðherra segir að hann hafi tekið afstöðu með þessu máli en ég sé engar efndir enn þá ári seinna. Mér finnst augljós ástæða til að spyrja. Og eins afdráttarlaus og hæstv. fjármálaráðherra var þá óska ég eftir því að forsætisráðherra sé jafn afdráttarlaus. Nú liggur fyrir samþykkt þingsályktun frá 2012 sem bíður eftir að verða framfylgt. Það er alveg viðurkennt að samkvæmt umsögnum ýmissa aðila virðist fyrri sala bankanna hafa verið á höndum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Nú er ekki erfitt að segja að þetta sé þessi hefðbundna helmingaskipting og ég dreg ekkert til baka varðandi þau orð, en er þá ekki mjög aðkallandi og augljóst að drífa okkur strax í að framfylgja þeirri þingsályktun sem er þegar samþykkt frá 2012? Verður ekki bara skipuð nefnd strax í næstu viku?