146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:54]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Ég væri til í að sjá áætlun um framsýna sýn á það hversu mikinn arð er hægt að taka úr sameiginlegum auðlindum okkar í þágu ríkisins til að byggja upp og greiða niður skuldir ríkisins. Þessar áætlanir eru ekki til. Þær verða aldrei til vegna þess að þær yrðu til þess að íslenska þjóðin hefði engan áhuga á því að gefa einhverjum gróðamaskínum úti í bæ eignirnar sínar.