146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Einmitt vegna þess hversu tæp staða ríkisstjórnarinnar er, hversu þröngur tímaramminn er og vegna þess að við erum að gera þetta í fyrsta skipti þá getum við í raun ekki lokið við að afgreiða þessa stefnu fyrr en áætlunin liggur fyrir. Það er bara svo einfalt.

Ég tek undir það sem hv. þingmaður nefnir, bæði mikla fjárþörf í heilbrigðiskerfinu og áform um mikinn afgang og svo einstaka þætti kerfisins þar sem alls staðar á að gera vel og bæta í. Formaður Viðreisnar hefur gjarnan látið eins og hann sé sérstaklega vel til þess fallinn að fjalla um tölur og reikna. Miðað við mína þekkingu á útreikningum og einfaldri samlagningu sé ég ekki að þetta dæmi gangi upp öðruvísi en að gengið sé verulega á (Forseti hringir.) einhverja aðra þætti, ef þær áherslur eiga að skila sér sem hæstv. ráðherra talar um.