146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[15:31]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þessa ræðu. Þetta er áhugavert að kynna sér þetta þak sem er 41,5% og setja það í samhengi við það að hagspáin gengur út frá því að hækkun á vergri landsframleiðslu á ári verði minni næstu árin eftir smá uppsveiflu í ár og það er einnig gert ráð fyrir því í þessu að krafa um afgang muni fara hækkandi eftir því sem líður á tímabilið. Þá langar mig til þess að velta því fyrir mér með hv. þingmanni hvaða áhrif þessir tveir atburðir sem ganga svolítið saman muni hafa á það svigrúm sem er til þess að hafa heildarútgjöld hins opinbera í nálægð við þetta þak. Mér sýnist að þetta þak geti í rauninni verið lægra þegar að kreppir, (Forseti hringir.) ekki vegna þess að þetta þak sé til staðar, heldur vegna þess að (Forseti hringir.) afgangskrafan er svo mikil.