146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:08]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður, það er alveg hárrétt. Þegar menn ræða um sjálfbærni þá er sjálfbærnin svona, þ.e. eins og hendur mínar núna, þetta tengist hvað öðru og það er raunverulega ekki hægt að tala um eina stoð sjálfbærni án þess að hyggja að hinum tveimur eða þremur líka. Það er mjög gleðilegt ef þarna voru þingmenn allra flokka, að þarna sé kominn einhver skilningur á þinginu fyrir nákvæmlega þessu atriði. Auðvitað er það þannig að það hefur verið akkillesarhæll í allri þessari umræðu að menn hafa slitið þetta í sundur og ekki skilið að samfélagslegur stöðugleiki er jafn mikilvægur í sjálfbærniþróun eins og, við skulum segja góð meðferð á umhverfi og náttúru eða hagsýni eða festa eða varkárni í fjármálum. Þetta verður allt að spila saman. Það er ekki fyrr en það gerir það (Forseti hringir.) sem við náum árangri á þessu landi.