146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:59]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttur nefndi áðan fer umræðan fram í þessum sal, ekki á Facebook. Það vill svo skemmtilega til að ég er með opna vefsíðu í tölvunni minni þar sem allir þeir sem til máls hafa tekið í þessum sal frá því að þing var sett 6. desember eru taldir upp sem og ræðutími þeirra. Það er áberandi að ríkisstjórn og meðlimir ríkisstjórnarflokka eru dálítið langt frá því að vera í verðlaunasætum. Þar er efstur á þeim lista, í 6. sæti, Bjarni Benediktsson. Í 14. sæti er Benedikt Jóhannesson. Í 19. sæti er Björt Ólafsdóttir. Í 21. sæti Óttarr Proppé. (Forseti hringir.) Þetta eru allt saman hæstv. ráðherrar, enn er enginn þingmaður kominn á listann. Ég skal halda áfram með hann á eftir.