146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:42]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni Kolbeini Óttarssyni Proppé fyrir gríðargott andsvar og vil áður en ég svara spurningunni taka undir það að það er miður að hv. þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi ekki tekið þátt í umræðunni, alla vega ekki í dag, ég var úti í kjördæminu í gær þannig að ég náði ekki að fylgjast með. En ég geld varhuga við þetta útgjaldaþak, 41,5% af vergri landsframleiðslu, því í okkar efnahagslífi höfum við tekið dýfur og uppsveiflur og ég er mjög hrædd um að við myndum draga saman í opinberri þjónustu ef við tækjum dýfu og mættum ekki fara upp fyrir þetta þak sem hér er nefnt. Þá sé ég ekki annan kost en að draga saman. Þess vegna finnst mér það mjög varhugavert.