146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:45]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka andsvarið. Ég man ekki eftir því að þetta útgjaldaþak hafi átt að vera inni í þessum áætlunum. Eins og ég var að segja er ég mjög hrædd við það. Eins og við sögðum áðan þá tekur efnahagslífið dýfur og uppsveiflur og svo veltir maður fyrir sér hvernig við ætlum að viðhalda þjónustustigi okkar þrátt fyrir þessa dýfu. Verður þá kannski eina leiðin til að viðhalda þjónustustiginu að sækja tekjur með því að selja ríkiseignir, redda þjónustunni með einkaframtaki, einkavæða enn frekar hluta heilbrigðiskerfisins? Mér finnst of mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta þak sem sett er hér fram og hvernig eigi að bregðast við sveiflum í efnahagslífinu. Þess vegna þarf þessi þingsályktunartillaga að fara aftur inn til fjárlaganefndar svo hv. þingmenn fái svör.