146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:47]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur fyrir mjög gott andsvar. Hún vitnar í nefndarálit frá 4. minni hluta fjárlaganefndar og ég hef ekki tíma held ég til að lesa það upp, en ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni að það hefði verið mjög mikilvægt að hæstv. sveitarstjórnarráðherra væri hér til að ræða það af hverju ekki tókst betur til varðandi þetta. Mig langar líka að nýta tímann hér og nefna að ég hef fengið upplýsingar um að það þurfi virkilega að fara fram umræða og menn þurfa að klára þá umræðu sem hefur orðið varðandi tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er mjög mikilvægt að allir hlutaðeigandi aðilar komi þar að máli og nái samkomulagi um hvernig þessum þáttum verði fyrir komið.