146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:58]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Svo langaði mig eiginlega að velta upp hinni hliðinni á sama peningi, virðulegi forseti — ég gleymdi að ávarpa. Bæjarfélögin Reykjanesbær og Vestmannaeyjar tóku upp svipaða stefnu með sínar eignir og færðu hana inn í leigufélög. Það leit mjög vel út í bókhaldi til fimm ára, síðan fór að halla undan þegar eigandinn fór að hækka leiguna og svona. Þeir eru nú af sama sauðahúsi mennirnir sem stjórna þar, og stjórnuðu á þeim tíma, og þeir sem stjórna Íslandi í dag. Hefur þingmaðurinn engar áhyggjur af því að einskiptisgróði á sölu ríkiseigna komi til með að fegra þingmenn stjórnarinnar og ráðherra tímabundið, en síðan þegar „inevitably“, afsakið orðbragðið, við tökum við þegar þeir hrynja, að þá verði ekkert eftir?