146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:59]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari I. Guðmundssyni kærlega fyrir andsvarið. Ég hef áhyggjur af því ef farið er í einskiptisaðgerðir að selja ríkiseignir, selja mjólkurkýrnar og hagnast á þeim í eitt skipti. Ég verð að segja það. Ég er hrædd um að það verði leiðin sem verði farin hjá núverandi hæstv. ríkisstjórn til þess að láta ríkisfjármálin líta vel út ef svigrúmið er horfið, til að ráðast í ákveðin verkefni, en síðan er fjármagnið horfið og ekki til að byggja á síðar meir. Ég vona svo sannarlega að það verði ekki raunin.