146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:27]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég er að misskilja spurningu hv. þingmanns, en hann leiðréttir mig þá bara eða varpar betra ljósi á það hér á eftir. En af því hv. þingmaður vildi vera á jákvæðu nótunum þá var ég ekki viss um hvort hann væri að meina að það væri hægt að sjá í þessari stefnu tækifæri til þess að gera eitthvað jákvætt í umhverfismálum. Ef svo er þá ætla ég að svara því til að, nei, það sé ég nefnilega ekki. Ég sé á höfuðhreyfingum hv. þingmanns að það var ekki það sem hann átti við. Þannig að líklega á hann við að það hefði verið hægt að setja það inn í svona stefnu. Nú nikkar hv. þingmaður. Jú, svo sannarlega hefði það verið hægt vegna þess að við sem þjóð sem búum yfir þeim gæðum að eiga mikið af hreinni orku getum svo sannarlega sett okkur þannig markmið.