146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[19:28]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig rekur minni til greinar eftir, vil ég segja, Kevin Carson, heimspeking og fræðimann, sem sagði að undir hugmyndafræði nútímakapítalisma þá hefðum við ekki efni á því að koma upp grænu hagkerfi, það væri ekki hægt. Sú pæling hefur með það að gera að hvatarnir í þessu kapítalíska hagkerfi bjóða ekki upp á það að við reynum að njóta góðs af góðu umhverfi. Þess vegna langar mig til þess að biðja hv. þingmann um að velta því fyrir sér með mér hvernig við gætum, ef við myndum fara aðra leið í fjármálastefnu ríkisins, byggt upp grænt hagkerfi fyrir Ísland sem myndi koma að gagni fyrir bæði ríkissjóð og efnahagsþróun landsins?