146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:00]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hafa tvö bréf frá velferðarráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 353, um notkun geðlyfja og svefnlyfja á hjúkrunarheimilum, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, og við fyrirspurn á þskj. 358, um langveik börn, frá Elsu Láru Arnardóttur.

Borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 359, um innflutning á hráu kjöti, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.