146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

beiðni um sérstaka umræðu.

[15:10]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir að það eru fjarri því góð vinnubrögð að vera komin af stað með ferli og vinnu með sérstakar umræður og kippa þeim svo óundirbúið algerlega til baka. En það er fleira sem ég vil benda á. Sú sem stendur hér lagði fram fyrirspurn 9. febrúar um byggðaáætlun, framgang hennar og hver staða hennar væri til innanríkis-, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann hefur ekki enn þá getað svarað þessari fyrirspurn. Ég kalla eftir því. Eru þetta ásættanleg vinnubrögð? Það held ég ekki.