146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

peningamál og sala Arion banka.

[16:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Það er fróðlegt að heyra hv. þingmann fjalla um gengisstefnuna í Austur-Þýskalandi. Það er líka fróðlegt að bera umræðuna í dag saman við hans fyrri áform um að taka upp norska krónu, þegar við áttum að fá 2 þús. milljarða lán frá Noregi fyrir átta árum eða svo og þegar við áttum nokkrum árum síðar að taka upp kanadadollar. Hvaða stefna var það? Átti þá að festa krónuna við einhverja útlenda mynt? Það var talið alveg sérstaklega hagstætt fyrir Íslendinga (Gripið fram í: Hver er þín stefna?) Ég hef margoft sagt að það er afar vitlaus stefna að taka upp kanadadollar eða norska krónu. Það sagði ég líka við þennan útlenda fjölmiðil.