146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

stefna um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

227. mál
[17:17]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé fyrir fyrirspurnina. Það er nú fróðlegt að heyra að íslenskum lögum sé ekki fylgt, sérstaklega þegar það er framkvæmdarvaldið sjálft sem er uppvíst að því. Samkvæmt raforkulögum, nr. 65/2003, er ráðherra ætlað að leggja fram þingsályktunartillögu til fjögurra ára hvernig uppbyggingu raforkuflutningskerfis Íslands skal háttað. Hér höfum við beinlínis lög sem ganga út á það að auka gagnsæi og skipulag og jafnframt minnka fúsk, en þeim hefur aldrei verið beitt. Hugnast hæstv. ráðherra nálgun stjórnvalda að láta lagagreinina eins og vind um eyru þjóta? Ætlar ráðherrann þá að leggja fram áætlun um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins á þessu ári?