146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

stefna um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

227. mál
[17:18]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Það er mikilvægt að við sem vélum um orkumálin tölum sama tungumál og verkferlið sé eðlilegt. Það er eitthvað til sem heitir raforkuþörf sem þarf auðvitað að skilgreina. Síðan er búið til eitthvað sem heitir raforkuframleiðsluáætlun eða raforkuvirkjunaráætlun, það er rammaáætlunin, það er ekki orkunýtingaráætlun, því orkunýting snýst auðvitað um að nota það sem framleitt er í einhverjum stigum. Við getum talað um orkuskipti sem þurfa mörg hundruð megavött. Við getum talað um orkuspá til 2050 þar sem við þurfum 500–600 megavött og við getum rætt um orkufreka notendur sem er óþekkt stærð, en þar gætu farið hundruð megavatta líka. Það er þetta sem okkur vantar núna, þ.e. orkunýtingaráætlun þar sem farið er í saumana á þessu og búin til einhver framtíðarsýn. Síðan byggjum við orkuflutningsáætlun á þessu. Það er þetta verkferli (Forseti hringir.) sem ég tel mjög mikilvægt að við séum að tala saman um með sömu hugtökum.