146. löggjafarþing — 53. fundur,  3. apr. 2017.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn.

361. mál
[19:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar og endurtek það að ég var ekki alveg viss en mér fannst þarna ekki fara saman hljóð og mynd. Það er auðvitað óþægilegt, ekki vegna þess að ég hafi haft neina efnislega athugasemd við það sem kom fram í máli hæstv. ráðherra, en það væri frekar bagalegt ef nefndin tæki til umfjöllunar mál sem í raun og veru hefur ekki verið mælt fyrir. Þetta segir okkur kannski pínulítið um vinnulagið þegar við erum að afgreiða þessar runur af EES-málum, þetta er dálítið kaotískt. En ég þakka hæstv. ráðherra fyrir og treysti því að ég hafi misskilið þetta og finnst í rauninni betra, þó svo að það sé kannski smá asnalegt að koma upp í ræðustól og vera ekki alveg viss, að viðurkenna það þegar maður er óviss og reyna að fá greitt úr málunum til þess að við séum örugglega að taka málin í réttri röð.