146. löggjafarþing — 53. fundur,  3. apr. 2017.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 194/2016 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn.

363. mál
[19:54]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Frú forseti. Hér er enn eitt gott mál á ferðinni. Nútíminn er þannig að í vaxandi mæli er verslun að færast yfir á netið. Við ferðumst meira. Í öllu þessu er mjög áríðandi að neytendur hafi úrræði og njóti verndar til þess að gæta réttar síns. Þess vegna vil ég fagna því sérstaklega að hæstv. utanríkisráðherra færir okkur þessa góðu EES-tilskipun sem felur í sér stórstígar réttarbætur fyrir neytendur og er enn eitt dæmið um að margt gott kemur frá Brussel.