146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:16]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Lagaskilin í málum sem þessum eru þannig að lögin taka gildi fyrir allar þær umsóknir sem lagðar eru fram eftir að lögin taka gildi og menn geta auðvitað sótt um ríkisborgararétt aftur hafi þeim á einhverjum fyrri stigum verið hafnað. Það er enginn fyrirvari á því að þeir geti sótt aftur um ríkisborgararétt.