146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:24]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, við vinnu á þessu frumvarpi var ekki hugað að því að breyta almennum reglum um ríkisborgararétt. Almennar reglur um ríkisborgararétt sem eru í gildi hér og víða í löndunum í kringum okkur eru þær að menn taki ríkisfang eftir ríkisfangi foreldris, ef þetta frumvarp nær fram að ganga, en ekki sjálfkrafa eftir fæðingarstað að því undanskildu þó að hér verði lagt til að börnum sem fæðast hér ríkisfangslaus verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Umræða almennt um veitingu ríkisborgararéttar á kannski heima utan við nákvæmlega þetta frumvarp og sjálfsagt að ræða það á öðrum vettvangi eða undir öðrum liðum en þessum. Ég tel sjálf reyndar fullt tilefni til þess. Ég hef vakið á því athygli að veitingu ríkisborgararéttar (Forseti hringir.) hvað framkvæmdina varðar mætti taka til endurskoðunar, en sú vinna og skoðun stóð utan við gerð þessa frumvarps.