146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

vegabréf.

405. mál
[14:57]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að halda áfram á sömu nótum og hv. þm. Andrés Ingi Jónsson og ræða um kostnaðarmat og ástæður þess að nú er verið að standa í þessari breytingu. Ég heyri þau rök hæstv. ráðherra að það sé talið hagstæðara fyrir ríkissjóð, að því er ætla mætti, að þetta fari fram svona, en ég spyr mig hvort hv. allsherjar- og menntamálanefnd verði veittur aðgangur að þessu kostnaðarmati til að hún geti lagt mat á það sjálf hvort hún telji þetta rétt mat hjá ráðuneytinu og hjá Þjóðskrá og þá mögulega undir einhvers konar trúnaði til að trufla ekki umrætt útboð. Ég spyr hvort hæstv. ráðherra myndi íhuga slíka upplýsingagjöf til þess að hv. þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd geti tekið upplýsta afstöðu gagnvart frumvarpinu og skynsemi þess fyrir fjárhag ríkisins.