146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

skattar, tollar og gjöld.

385. mál
[15:26]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þingmanni að það er góður siður að hafa kostnaðarmat og segja þá að kostnaðurinn sé enginn eða hverfandi ef svo er. Mér finnst þetta ábending sem ég mun reyna að taka tillit til við þau frumvörp sem ég legg fram.

Varðandi hitt atriðið verð ég að játa að ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta hefur verið útfært í raun. Það er kannski ekki eins og borgaraleg lið hafi verið hér á hverjum degi en ég geri ráð fyrir að komið hafi fram ábending um að við stæðum ekki við samninga sem við höfum undirritað. Þarna er verið að bæta úr því. Væntanlega hefur ekki þurft að gera það meðan herlið Bandaríkjamanna var hérna til ársins 2006 en svo voru þau lög felld brott þannig að ekkert ákvæði af því tagi hefur verið í íslenskum lögum síðan. Þannig skil ég þessa breytingu.