146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

skattar, tollar og gjöld.

385. mál
[15:33]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil hv. þingmann svo að honum finnst það óljóst ef talað er um verulegt eða óverulegt og ég get tekið undir það með honum. Ég reyni að forðast slíkar tilvísanir sjálfur eins og ég mögulega get, einmitt vegna þess að það sem einum þykir umtalsvert þykir öðrum ekki frásagnarvert, það sem einum þykir verulegt þykir öðrum ekki neitt o.s.frv. Orðalag af þessu tagi er ekki heppilegt í lagafrumvörpum eða greinargerðum. Ég tek ábendingu hv. þingmanns mjög vel.