146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

skortsala og skuldatryggingar.

386. mál
[15:54]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Þótt ég sé sammála hv. þingmanni um mikilvægi gagnsæis almennt í viðskiptum held ég að það sé líka heppilegt að regluverk okkar sé sem allra líkast evrópska regluverkinu. Þess vegna höfum við almennt farið þá leið að innleiða þessar reglur sem allra líkastar þeim reglum sem gilda þar. Þannig er auðveldast að fara milli landa og stunda viðskipti. Það þýðir þó ekki að ég sé á móti sjónarmiði hv. þingmanns. Ég tel mjög mikilvægt að við séum sem allra upplýstust um það hver sé raunverulegur eigandi eða framtíðareigandi hlutabréfa.