146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

387. mál
[16:12]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Nú höfum við haft til umræðu annað frumvarp sem snýr að því að leggja niður, ekki leggja niður, heldur að fella brott lög um Lífeyrissjóð bænda. Í meðferð þess frumvarps kom fram spurning vegna sérreglna, sem voru í þeim lögum, sem gætu hugsanlega ekki fallið undir almenn lög um lífeyrissjóði.

Því langar mig til að nota tækifærið og spyrja vegna þess að það er ekki alveg skýrt í frumvarpinu eða greinargerðinni: Eru einhverjar sérreglur í þeim lögum sem verið er að fella brott, sérreglur vegna einhverra hugsanlegra réttinda sem gætu kannski ekki fallið undir almenn lög um lífeyrissjóði sem væntanlega taka við þegar lögin falla brott? Annað var það ekki.