146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

387. mál
[16:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er skilningur minn að ekki sé um réttindaskerðingu að ræða heldur muni félagar sem þetta nær til alltaf njóta hinna betri réttinda hvorum megin sem það liggur. Þess vegna tel ég að ekki hafi verið neinn ágreiningur um framsetningu þessa frumvarps.